









Vörulýsing
Harvest Moon er fallegur lampi með mjúku og hlýju ljósi – fullkominn til að lýsa upp kvöldin þegar sumarið fer að halla og rökkrið læðist inn. Lampinn er með sívalri undirstöðu og mjúkri hvítari skífu sem dreifir ljósinu jafnt og notalega. Þú stillir birtustigið með léttri snertingu efst á lampanum – þrjár stillingar.
Láttu hann lýsa upp horn í stofunni, standa á hillu í eldhúsinu eða taktu hann með út á garðborðið þegar rökkva tekur. Hann lýsir í allt að 8 klst á hæstu stillingu og allt að 20 klst á lægstu. Ef rafhlaðan tæmist alveg tekur það um 3–4 klst að hlaða hana að fullu með meðfylgjandi USB-C snúru.
Aðeins ætlaður til notkunar innandyra – ef þú tekur hann með út á pallborðið, mundu þá að taka hann inn yfir nóttina.
Zone er hönnunarmerki sem á rætur sínar að rekja til Danmerkur. Hönnuðir Zone leggja áherslu á lausnir, naumhyggju og gæði. Vörurnar frá Zone eru hagnýtar og eiga allir að geta notið þeirra. Þau hafa skýr markmið um að hönnunin eigi að endurspegla tímann hverju sinni.
Nánari tæknilýsing