Sabor Panna steypujárn 24cm

SAB-46208174

Kokkar eins og Trond Moi mæla með þessari steypujárnspönnu til að útbúa ljúffenga rétti! Steypujárnspannan er gerð til að endast í kynslóðir og er styrkt með náttúrulegri sojabaunaolíu til viðbótar við sérstakt verndar- og ryðvarnarlag.

Umsögn Trond Moi um pönnuna: „Lítil járnpanna er mjög hentug þegar verið er að elda 1-2 skammta. Hún hitnar hraðar, notar minni orku og er auðveldari í meðförum. 'Eg hef notað steupujárnpönnu fyrir flestan mat – hún virkar vel í alla matargerð!“

Helstu eiginleikar: Framleidd úr 100% steypujárni, sem er sterkt efni með framúrskarandi eiginleika til að dreifa hita jafnt og skapa góða steikarhúð.

Sérstök húð tryggir endinguna, ásamt náttúrulegri olíu úr sojabaunum sem bætir ryðvörn.Hentar öllum helluborðum og jafnvel á grillið.

Nauðsynlegt er að nota pottaleppa, þar sem handföngin hitna mikið.

Viðhald og notkun: Til að forðast að matur festist er best að nota nóg af smjöri eða olíu. Pannan ætti að vera þvegin í höndunum með heitu vatni og olíu borið á yfirborðið af og til til að tryggja lengri endingu. Þetta hjálpar til við að bæta steikingareiginleika og lengja líftíma pönnunnar, sem getur síðan gengið á milli kynslóða.