ISI Nitrosprauta 1ltr

ISI-1790

Komdu gestunum þínum skemmtilega á óvart með girnilegum nítródrykkjum!

Það er auðvelt að græja nítrókaffi, -te eða kokteila með eða án áfengis á fljótlegan hátt með nítrósprautunni frá iSi. Drykkirnir fá unaðslega kremaða áferð og flauelsmjúk froðukóróna er toppurinn yfir i-ið!

Nítrósprautan rúmar 1 líter af vökva og er gerð úr hágæða ryðfríu stáli þannig að hún endist vel. Tveggja ára ábyrgð er á sprautunni.

Nítrósprautan er handhæg og tekur lítið pláss ásamt því sem hún er auðveld í notkun og lítið mál að þrífa hana þar sem hún má fara í uppþvottavél.

Nítrósprautan er NSF-vottuð og sérstaklega þróuð fyrir fageldhús.