Hjá okkur finnur þú vörur sem henta bæði fyrir hina almennu hestamenn en einnig fyrir járningamenn! Skeifur, fjaðrir, járningaáhöld ásamt umhirðuvörur fyrir feld, leður og hófa. Okkar stærstu vörumerki eru Kerckhaert og Carr & Day & Martin, en við bjóðum einnig upp á vörur frá Isi-Pack, Millennium og Thors trad.

Kerckhaert

Kerckhaert býður upp á mikið úrval af skeifum fyrir öll hestakyn ásamt úrvali af verkfærum sem auðvelda vinnuna við járningar. Kerckhaert skeifurnar eru afar hestvænar og einstaklega vel hannaðar, en það sem aðgreinir Kerckhaert skeifurnar frá öðrum skeifum á markaðnum eru sérstakar hægri og vinstri fóta skeifur. Þar af leiðandi er lítil vinna á steðjanum þar sem skeifurnar eru svo vel sniðnar. Einnig er fjaðragötunin á skeifunum ekki jöfn heldur er mis mikið bil á milli gatanna eftir því hvort götin séu á innan- eða utanverðum skeifunum. Fjaðragötin eru þannig hönnuð að þau auðvelda járningamanninum að stýra fjöðrunum á rétta staði og gefa gott sæti. DF skeifurnar frá Kerckhaert eru sérhannaðar fyrir íslenska hestinn og eru fáanlegar í tveimur breiddum; 20mm og 22mm, og þremur þykktum; 6mm, 8mm og 10mm.

Ekki láta hestinn þinn vera í krummafót – notaðu Kerckhaert.

Carr & Day & Martin

Carr & Day & Martin er elsta fyrirtækið á markaðnum þegar kemur að framleiðslu vara fyrir umhirðu hesta. Árið 2015 var tímamótaár en þá fagnaði fyrirtækið 250 ára afmæli og sýndi þar með að gæði standast raunverulega tímans tönn. Fyrirtækið var stofnað árið 1765 og hefur haldið Royal Warrant frá valdatíð George VI konungs til dagsins í dag, en Carr & Day & Martin útvegar Elísabetu II drottningu gæða vörur til að nota við umhirðu bæði hesta og reiðtygja. Royal Warrant þykir mikil viðurkenning í Bretlandi og það er einstakur heiður að geta státað sig af slíkri nafnbót. Fyrirtækið er staðráðið í að framleiða gæða vörur sem veita viðskiptavinum heildarlausn í umhirðu hesta og reiðtygja.

Yfirgripsmikið vöruúrval fyrirtækisins nær yfir fjóra mismunandi flokka: leður, feld, hóf og heilsu. Hestaeigendur ættu því að geta náð í allt sem varðar umhirðu hestsins á einum stað. Gæði skipta fyrirtækið öllu máli, en Carr & Day & Martin notast aðeins við hágæða innihaldsefni til að skila raunverulegum árangri! Vörurnar eru allar framleiddar í þeirra eigin verksmiðjum.